Uppbygging nýs miðbæjar á Egilsstöðum

Fljótsdalshérað auglýsir eftir byggingaraðilum, fjárfestum og fyrirtækjum sem vilja taka þátt í uppbyggingu hins nýja miðbæjar. Skipulögð eru svæði fyrir íbúabyggð, verslun og þjónustu.

Óskað er eftir umsóknum um lóðir til uppbyggingar innan ramma miðbæjarskipulagsins. Frekari upplýsingar má fá með því að smella á Miðbær Egilsstaða hægra megin á forsíðunni eða hér.
 
Deiliskipulag fyrir nýjan miðbæ á Egilsstöðum var samþykkt í febrúar 2006 í kjölfar hugmyndasamkeppni sem Fljótsdalshérað efndi til um skipulag á miðbæjarsvæðinu. Í gegnum hinn nýja miðbæ liggur „Strikið“, göngugata sem verður aðal slagæð fjölbreyttrar verslunar og þjónustu þar sem mannlíf getur blómstrað á góðviðrisdögum. Markmiðið er að á Egilsstöðum rísi öflugur og samkeppnishæfur miðbær sem þjóni landsfjórðungnum öllum.