Fréttir

Ormsteitið 2017 – dagskráin öll

Ormsteiti, hin árlega Héraðshátíð hefst miðvikudaginn 9. ágúst og stendur til og með sunnudagsins 13. ágúst. Það sem helst setur mark sitt á teitið að þessu sinni er að 70 ár eru nú liðin frá því Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum. Í tilefni þess verður boðið til grillveislu í Tjarnargarðinum seinnipart föstudagsins og í afmæliskaffi á laugardaginn. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að skreyta garða og götur en á föstudaginn fer dómnefnd á ról til að meta bestu skreytingarnar.
Lesa

Vel heppnuðu Unglingalandsmóti lokið

Eins og íbúar sveitarfélagsins hafa eflaust orðið varir við fór Unglingalandsmóti UMFÍ fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í frábæru veðri. Var mótinu slitið með pompi og prakt og glæsilegri flugeldasýningu á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá UMFÍ kemur fram að mótið hafi tekist vel í alla staði. Keppendur og mótsgestir voru til fyrirmyndar, frábær stemning var hjá fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótshelgina
Lesa

Tónleikar Elínar Ey

Dagskrá Ormsteitisins hefst með tónleikum Elínar Ey í Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 20:00. Elín Ey er m.a. þekkt fyrir að vera í hljómsveitinni Sísí Ey ásamt systrum sínum.
Lesa

Unglingalandsmótið á fullu

Unglingalandsmótið er hafið á Egilsstöðum og er bærinn fullur af fólki. Minna má á að ýmislegt er með öðru sniði en venjulega og eru allir beðnir um að gæta að og taka tillit til þess.
Lesa

Stígum í Selskógi lokað á föstudag

Í tengslum við fjallahjólakeppni á Unglingalandsmóti UMFÍ verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli klukkan 16 og 18 eða á meðan keppni stendur á föstudaginn kemur, þann 4. ágúst.
Lesa

Urriðavatnssund þreytt við erfiðar aðstæður

Urriðavatnssund 2017 var þreytt í á laugardaginn við erfiðar aðstæður, norðanblástur og rigningu. Töluverð alda var því á vatninu. Vegalengdir voru styttar nokkuð svo öryggi keppenda yrði tryggt. Alls hófu 99 manns sundið og 91 lauk því.
Lesa

Skráningu á Unglingalandsmót lýkur á þriðjudagskvöld

Keppendur eru enn að skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Frestur til að skrá sig, ungmenni og vini á mótið rennur út á miðnætti á þriðjudagskvöld.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Á fundi bæjarstjórnar 5. apríl 2017 var samþykkt að sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði með sama móti og undanfarin ár. Að þessu sinni verður lokunin frá og með 24. júlí til og með 4. ágúst.
Lesa

Vel heppnaður íbúafundur vegna Unglingalandsmóts 2017

Þriðjudaginn 18. júlí var haldinn íbúafundur í Valaskjálf, til upplýsingar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Lesa

Þjóðvegur 1 í Skriðdal og heilsársvegur um Öxi

Bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og heilsársveg um Öxi.
Lesa