18.05.2017
kl. 14:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við Tjarnarbrautina á vegum Hitaveitunnar og Fljótsdalshéraðs. Framkvæmdirnar standa nú sem hæst þar sem til stendur að skipta út efsta jarðvegslaginu í Tjarnarbrautinni.
Lesa
17.05.2017
kl. 17:14
Jóhanna Hafliðadóttir
Ný rafhleðslustöð var sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum þann 16. maí. Hleðslustöðin sem um ræðir er gjöf Orkusölunnar til Fljótsdalshéraðs og er ætluð til hleðslu á rafmagnsfarartækjum.
Lesa
29.05.2017
-
04.06.2017
kl. 10:50
Bylgja Borgþórsdóttir
Nú styttist óðum í Hreyfiviku UMFÍ, Move Week, en hún verður haldin um allt land dagana 29. maí – 4. júní 2017. Á Fljótsdalshéraði tökum við að sjálfsögðu þátt eins og síðustu ár.
Lesa
16.05.2017
kl. 16:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Lagt var fram í bæjarráði Fljótsdalshéraðs 15. maí bréf frá kvenfélaginu Bláklukkum dagsett 4. maí 2017, þar sem sveitarfélagið og íbúar þess eru hvattir til átaks í að fegra og bæta umhverfið. Bent er á að í sumar er 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum og íbúar, fyrirtæki og sveitarfélagið því hvött til að leggja sérstaka áherslu á góða umgengni og fegrun umhverfisins.
Lesa
16.05.2017
kl. 11:13
Jóhanna Hafliðadóttir
Málþing um stefnu og framtíðarsýn varðandi heilabilun og þróun náms í heilabilunarráðgjöf verður haldin í Hlymsdölum á Egilsstöðum föstudainn 19. maí frá klukkan 13 til 17.
Lesa
15.05.2017
kl. 11:48
Jóhanna Hafliðadóttir
Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið og hefur verið ákveðið að ráða Júlíu Sæmundsdóttur í starfið.
Lesa
14.05.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Vorhreingerningin í Íþróttamiðstöðinni verður 17. til 19. maí. Opnað aftur tandurhreint og fínt með ýmsum nýungum laugardaginn 20. maí klukkan 10.
Lesa
12.05.2017
kl. 15:21
Jóhanna Hafliðadóttir
257. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. maí 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
12.05.2017
kl. 11:01
Jóhanna Hafliðadóttir
Um starf skipulags- og byggingafulltrúa Fljótsdalshéraðs, sem nýverið var auglýst laust til umsóknar, hafa borist umsóknir frá 6 einstaklingum. Ráðningarstofa Capacent annast yfirferð og úrvinnslu umsókna.
Lesa
10.05.2017
kl. 16:23
Jóhanna Hafliðadóttir
Í takt við hækkandi sól rís Leikfélag Fljótsdalshéraðs upp úr vetrardvalanum með gleði í hjarta og sýnir í maí meinfyndið og fjörugt gamanverk fyrir fólk á öllum aldri. Um er að ræða leikritið Maður í mislitum sokkum, eftir Arnmund Backman sem frumsýnt verður í Félagsheimilinu Iðavöllum á föstudagskvöld.
Lesa