Málþing um heilabilun í Hlymsdölum

Málþing um stefnu og framtíðarsýn varðandi heilabilun og þróun náms í heilabilunarráðgjöf verður haldin í Hlymsdölum á Egilsstöðum föstudaginn 19. maí frá klukkan 13 til 17.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

• Setning: Sigríður Sigurðardóttir, fræðslustjóri Grundarheimilanna
• Af hverju mamma mín?: Jóhanna Reykjalín, aðstandandi
• Við gerum okkar besta: Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs
• Ég er ÉG: Friðný B. Sigurðardóttir, þjónustustjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar & Helga G. Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar
• Heilabilun og hamingja: Stefán Þórarinsson, læknir
• Kaffihlé
• Gæði umönnunar sem við veitum íbúum með heilabilun: Sigurveig Gísladóttir, Hjúkrunarfræðingur HSA Seyðisfirði og meistaranemi í öldrunarhjúkrun
• Framtíðarsýn Alzheimersamtakanna: Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna

Fundarstjóri er Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi. Léttar kaffiveitingar í hléi. Aðgangur ókeypis. Vonumst til að sjá sem flesta.


Upplýsingar um samtökin má finna á:
www.alzheimer.is og facebook.com/alzheimersamtokin