- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ný rafhleðslustöð var sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum þann 16. maí. Hleðslustöðin sem um ræðir er gjöf Orkusölunnar til Fljótsdalshéraðs. Rafhleðslan, sem er ætluð til hleðslu á rafmagnsfarartækjum, er svokölluð millihleðslustöð sem þýðir að allt að 2 til 5 tíma tekur að fullhlaða rafmagnsbíl.
Rafmagnið úr þessari hleðslustöð verður, a.m.k. til að byrja með, í boði Fljótsdalshéraðs og því geta eigendur rafmagnsfarartækja fengið fría hleðslu á þau á meðan þeir t.d. fara í sund.