- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Lagt var fram í bæjarráði Fljótsdalshéraðs 15. maí bréf frá kvenfélaginu Bláklukkum dagsett 4. maí 2017, þar sem sveitarfélagið og íbúar þess eru hvattir til átaks í að fegra og bæta umhverfið. Bent er á að í sumar er 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum og íbúar, fyrirtæki og sveitarfélagið því hvött til að leggja sérstaka áherslu á góða umgengni og fegrun umhverfisins.
Bæjarráð tók heilshugar undir með kvenfélaginu Bláklukkum og ítrekar hvatningu til íbúa, fyrirtækja og stofnanna um að snyrta lóðir og nánasta umhverfi.
Að öðru leyti var erindinu vísað til verkefnisstjóra umhverfismála og umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari skoðunar og útfærslu.