Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við Tjarnarbrautina á vegum Hitaveitunnar og Fljótsdalshéraðs.
Framkvæmdirnar standa nú sem hæst þar sem til stendur að skipta út efsta jarðvegslaginu í Tjarnarbrautinni og keyra í hana möl ofan af Fagradal. Ofan á mölina verður keyrt jöfnunarlagi, gatan malbikuð og gangstétt steypt.
Framkvæmdirnar hafa augljóslega haft ýmis óþægindi í för með sér fyrir íbúa, atvinnurekendur og vegfarendur götunnar, en allt mun þetta að lokum taka enda og þá getum við vonandi hætt að gera grín að holunum á þessum hluta Tjarnarbrautar.
Fljótsdalshérað biður alla afsökunar á þessum óþægindum og þakkar fyrir skilninginn sem framkvæmdinni hefur verið sýnt.
Upplýsingar um framkvæmdina má fá hjá bæjarverkstjóra Kára Ólasyni 864 4979.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.