Fréttir

Aðgengi fatlaðra að sundlauginni bætt

Miðvikudaginn 14. júní var tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Lesa

Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Þá verða 3 sýningar opnaðar í Sláturhúsinu en minnt er á að Íþróttamiðstöðin er lokuð allan daginn.
Lesa

Sumarsýning MMF 2017 í Sláturhúsinu

Sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 2017 í Sláturhúsinu er þrískipt og verður opnuð á þjóðhátíðardaginn 17. júní
Lesa

Skógardagurinn mikli og samkeppni um trjálistaverk

Skógardagurinn mikli verður haldinn í 12. sinn í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní í sumar. Í ár stendur Félag skógarbænda á Austurlandi í samstarfi við Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um listaverk úr trjáviði og hefur verið auglýst eftir þátttakendum í hana.
Lesa

Sumarleyfi bæjarstjórnar 2017

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 7. júní var samþykkt tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar á komandi sumri: Bæjarstjórn fer í sumarleyfi eftir fund sinn 21. júní og verður fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi þann 16. ágúst.
Lesa

Skáknámskeið fyrir unglinga á fimmtudag

Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir skáknámskeiði fyrir unglinga 11 til 18 ára fimmtudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00 í Nýung.
Lesa

Aðgengi fyrir fatlaða bætt

Á miðvikudaginn kemur, þann 14. júní klukkan 15:00, verður formlega tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum
Lesa

Rafbókasafnið komið austur

Bókasafn Héraðsbúa býður nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Þar er hægt að nálgast raf- og hljóðbækur á erlendum tungumálum.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

258. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 7. júní 2017 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Forvarnadagur á Héraði 2017

Nemendur í 8.-10. bekkjum allra grunnskóla á Héraði tóku þátt í vel heppnuðum forvarnadegi sem haldinn var á Fljótsdalshéraði á föstudaginn var.
Lesa