Bókasafn Héraðsbúa býður nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Þar er hægt að nálgast raf- og hljóðbækur á erlendum tungumálum. Lánþegi þarf að hafa gilt bókasafnskort hjá bókasafninu, aðgangsorð og PIN-númer sem fæst auðveldlega við heimsókn á safnið.
Í Rafbókasafninu er hægt að velja hvort bók er tekin að láni í 7, 14 eða 21 dag. Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. En það er líka hægt að skila fyrr.
Annars eru leiðbeiningar og upplýsingar um Rafbókasafnið að finna hér og á vef Borgarbókasafns en Borgarbókasafnið reið á vaðið og hóf útlán á rafbókum í janúar. 13 bókasöfn fengu aðgang að Rafbókasafninu þann 1.júní og í haust stendur öllum almenningsbókasöfnum í Gegni til boða samstarf við safnið.
Allir geta skoðað hvað er að finna í Rafbókasafninu þó þeir séu ekki skráðir inn en til að fá bók lánaða verður viðkomandi að vera með aðgang.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.