Aðgengi fyrir fatlaða bætt

Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur gefið Fljótsdalshéraði lyftu til að auðvelda fötluðum aðgengi …
Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur gefið Fljótsdalshéraði lyftu til að auðvelda fötluðum aðgengi að heitum pottum og sundlaug.

Á miðvikudaginn kemur, þann 14. júní klukkan 15:00, verður formlega tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands. Hún er færanleg og er af gerðinni S.R. Smith. Undanfarið hefur verið unnið við undirstöður og festingar fyrir lyftuna og er hún nú tilbúin til notkunar.

Fljótsdalshérað þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands fyrir höfðinglega og góða gjöf. Allir eru velkomnir að vera við stutta athöfn á miðvikudaginn þegar lyftan verður formlega tekin í notkun.