- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 7. júní var samþykkt tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar á komandi sumri:
Bæjarstjórn fer í sumarleyfi eftir fund sinn 21. júní og verður fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi þann 16. ágúst.
Jafnframt var samþykkt að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 22. júní til 7. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði 26. júní, 3. júlí og 17. júlí. Bæjarráð verður einnig kallað til fundar ef þurfa þykir umfram þessa föstu fundi.