04.09.2017
kl. 10:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.
Lesa
04.09.2017
kl. 10:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Miðvikudaginn 30. september heimsótti sendiherra Japans á Íslandi Austurland og kom þá m.a. við á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Tilgangur ferðar sendiherrans, sem tók við því starfi á síðasta ári, var að kynna sér svæðið og þá ekki síst atvinnuuppbyggingu og menningarleg tengsl.
Lesa
31.08.2017
kl. 09:40
Jóhanna Hafliðadóttir
Verðlaunaverkið Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilstöðum laugardaginn 2. september, klukkan 20:30. Að auki heldur Árni Kristjánsson leikstjóri sýningarinnar opna 2 klst vinnusmiðju yfir sama dag frá 16:00 til 18:00 í Sláturhúsinu. Vinnustofan ber heitið: “Týndu hlekkirnir - einfaldar leiðir til að koma skapandi verkefnum af stað.”
Lesa
29.08.2017
kl. 14:26
Jóhanna Hafliðadóttir
Vetraráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar. Áætlunina má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is og á stoppistöðvum.
Lesa
25.08.2017
kl. 15:38
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkt á fundi sínum 26. júní 2017, óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, vegna breyttrar landnotkunar á Hleinum í landi Uppsala.
Lesa
23.08.2017
kl. 16:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og margir vita er allt lífrænt heimilissorp sem safnað er á Fljótsdalshéraði nú flutt til Moltu ehf. í Eyjafirði. Þar er unnin molta sem m.a. hefur staðið íbúum á Fljótsdalshéraði til boða af og til í sumar og verður í boði nú í haust. Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því að aðskotahlutir s.s. hnífapör og aðrir smáir málmhlutir, sem skemmt geta vélar Moltu, séu í sorpinu.
Lesa
17.08.2017
kl. 17:26
Jóhanna Hafliðadóttir
Árni Kristjánsson leikstjóri heldur opna 2 tíma vinnusmiðju laugardaginn 2. september frá klukkan 16 til 18. Vinnustofan verður í húsakynnum Menningarmiðstöðvar Fljótdalshéraðs og ber heitið: „Týndu hlekkirnir - einfaldar leiðir til að koma skapandi verkefnum af stað.”
Lesa
17.08.2017
kl. 15:25
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fyrsta fundi bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eftir sumarfrí, þann 16. ágúst, var samþykkt að sjá nemendum í grunnskólum fyrir nauðsynlegum námsgögnum. Ekki er ætlast til að nemendur fari heim með ritföng (blýant og strokleður) og því þurfa þeir að hafa slíkt til taks heima til heimanáms. Nemendur þurfa því aðeins að koma með skólatösku og íþrótta- og sundföt í skólann.
Lesa
13.08.2017
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
260. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. ágúst 2017 og hefst hann kl. 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
10.08.2017
kl. 11:59
Jóhanna Hafliðadóttir
Egilsstaðaskóla barst á vordögum MS-ritgerð Ernu Báru Hreinsdóttur um ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni. Ritgerðin var meistaraprófsverkefni við Landbúnaðarháskóla Íslands. Erna Bára rannsakaði ferðamáta grunnskólabarna í nokkrum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni þar sem þjóðvegur liggur um íbúðabyggð. Nemendur í Egilsstaðaskóla tók þátt í rannsókninni.
Lesa