Á fyrsta fundi bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eftir sumarfrí var samþykkt að sjá nemendum í grunnskólum fyrir nauðsynlegum námsgögnum. Ekki er ætlast til að nemendur fari heim með ritföng (blýant og strokleður) og því þurfa þeir að hafa slíkt til taks heima til heimanáms. Nemendur þurfa því aðeins að koma með skólatösku og íþrótta- og sundföt í skólann.
Bókun bæjarstjórnar var eftirfarandi:
Bæjarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir að veita öllum nemendum grunnskóla Fljótsdalshéraðs nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Bæjarstjórn felur fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, að útfæra kaup á umræddum námsgögnum.
Fræðslustjóra og fjármálastjóra er jafnframt falið að leggja fram endanlegt mat á kostnaði við framkvæmdina og áhrif hennar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og næsta árs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.