Áhugaverð vinnustofa í Sláturhúsinu

Vinnustofan verður í Sláturhúsinu, húsakynnum Menningarmiðstöðvar Fljótdalshéraðs
Vinnustofan verður í Sláturhúsinu, húsakynnum Menningarmiðstöðvar Fljótdalshéraðs

Árni Kristjánsson leikstjóri heldur opna 2 tíma vinnusmiðju laugardaginn 2. september frá klukkan 16 til 18.

Vinnustofan verður í húsakynnum Menningarmiðstöðvar Fljótdalshéraðs og ber heitið: „Týndu hlekkirnir - einfaldar leiðir til að koma skapandi verkefnum af stað” og er haldin í tilefni sýningar leikhópsins Lakehouse á verðlaunaverkinu *Í samhengi við stjörnurnar*.

Árni er nýkominn úr MA leikstjóranámi frá Bristol Old Vic Theatre School, og hefur einnig lokið BA gráðu í Fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs og verður gjaldfrjálst.

Vinsamlegast skráið þátttöku á mmf@egilsstadir fyrir föstudaginn 1. september. Athugið að takmarkað pláss er á vinnustofuna og því gildir fyrstir koma fyrstir fá.