Árni Kristjánsson leikstjóri heldur opna 2 tíma vinnusmiðju laugardaginn 2. september frá klukkan 16 til 18.
Vinnustofan verður í húsakynnum Menningarmiðstöðvar Fljótdalshéraðs og ber heitið: „Týndu hlekkirnir - einfaldar leiðir til að koma skapandi verkefnum af stað” og er haldin í tilefni sýningar leikhópsins Lakehouse á verðlaunaverkinu *Í samhengi við stjörnurnar*.
Árni er nýkominn úr MA leikstjóranámi frá Bristol Old Vic Theatre School, og hefur einnig lokið BA gráðu í Fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs og verður gjaldfrjálst.
Vinsamlegast skráið þátttöku á mmf@egilsstadir fyrir föstudaginn 1. september. Athugið að takmarkað pláss er á vinnustofuna og því gildir fyrstir koma fyrstir fá.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.