Fréttir

Fræðslufundur um heilsueflingu á föstudag

Opinn fræðslufundur um heilsueflingu og líkamsrækt verður haldinn í Hlymsdölum á Egilsstöðum á föstudaginn og hefst klukkan 15. Fyrirlesari verður Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur og lektor við Háskóla Íslands.
Lesa

Verum upplýst í myrkrinu!

Að gefnu tilefni er fólk minnt á að huga að endurskinsmerkjum. Gangandi og hjólandi vegfarendur sjást mjög illa í myrkri þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þetta á sérstaklega við þegar um dökkan klæðnað er að ræða en þó má í öllum tilfellum fullyrða að endurskinsmerki séu nauðsynleg jafnt á börn sem fullorðna – og jafnvel unglinga!
Lesa

Hnútar - Dans er samskipti, samskipti eru dans

Undanfarna daga hefur staðið yfir vinnusmiðja í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum undir stjórn Alona Perepelystia og þriggja vina hennar frá Úkraínu.Hópurinn hefur sett upp innsetningu í Sláturhúsinu sem verður opin frá 16:00 til 20:00 föstudaginn 22. september og klukkan 10:00 - 20:00 laugardaginn 23. september.
Lesa

Kosningar: Hvar áttu lögheimili?

Mikilvægt er að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis fyrir komandi Alþingiskosningar verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrárstofn.
Lesa

Íslenskunámskeið fyrir innflytjendur

Austurbrú stendur fyrir námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga í haust. Slík námskeið hafa verið fastir liðir í starfsemi Austurbrúar undanfarin ár og að flestra mati þýðingarmikil fyrir þátttakendur og samfélagið allt.
Lesa

Beiðni um þátttöku - Innflytjendur á Austurlandi – Könnun

Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum; þar af voru Pólverjar rúmlega 500 og eru þeir vel yfir helmingur af öllum innflytjendum og tveir þriðju af öllum innflytjendum 20 ára og eldri. Þar á eftir koma Litháar, Tékkar og Danir. Alls eru innflytjendur tæp 10% af íbúum Austurlands.
Lesa

Þetta vilja börnin sjá!

Hin árlega sýning „Þetta vilja börnin sjá” á verkum íslenskra myndskreyta hefur nú verið opnuð í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningin stendur til 10. október.
Lesa

Þriðja lýðheilsugangan verður á Hrafnafell og í Kvíahelli

Vel hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ. Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Lesa

Sjötugsafmæliskaffi Héraðsbúa

Fljótsdalshérað heldur upp á afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum í ár. Í því tilefni var skráðum íbúum sveitarfélagins sem fæddir eru árið 1947 boðið ásamt mökum í afmæliskaffi á föstudaginn var á Hótel Héraði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

262. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. september 2017 og hefst hann kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa