15.11.2017
kl. 12:20
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað en umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti í nóvember 2016 að unnin skyldi slík áætlun fyrir sveitarfélagið.
Lesa
13.11.2017
kl. 08:46
Haddur Áslaugsson
265. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 15. nóvember 2017 og hefst hann kl. 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
05.11.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Í mars 2017 skrifuðu þrjú sveitarfélög á Austurlandi; Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélög. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku.
Lesa
03.11.2017
kl. 12:12
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til borgarafundar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun áranna 2019 – 2021.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17:30.
Lesa
02.11.2017
kl. 15:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir vonbrigðum með að virt ríkisstofnun eins og Vegagerðin skuli ekki vanda betur til verka þegar að unnið er að jafn veigamiklu verkefni eins og uppbyggingu þjóðvegar í botni Skriðdals og heilsársvegar um Öxi
Lesa
02.11.2017
kl. 09:58
Jóhanna Hafliðadóttir
Málþingið Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði verður haldið í Félagsheimilinu Hjaltalundi föstudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Á málþinginu verður lögð áhersla á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi náttúru svæðisins, í öðru lagi menningu þess og sögu og í þriðja lagi uppbyggingu ferðaþjónustu og jafnvel annarrar atvinnustarfsemi sem byggist á menningu og náttúru svæðisins
Lesa
02.11.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 eru símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu, svo ákvörðun um fyrirkomulag símamála verði eins markviss og hægt er þegar þar að kemur.
Lesa
02.11.2017
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Sembalhátíð í Vallanesi verður að þessu sinni haldin í Vallneskirkju dagana 3. og 5. nóvember. Föstudaginn 3. nóvember klukkan 18 verða haldnir nemendatónleikar þar sem þátttakendur verða nemendur af Héraði og frá Fáskrúðsfirði en á sunnudag klukkan 15 eru stórir „kaffitónleikar“ hátíðarinnar.
Lesa
01.11.2017
kl. 15:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Íbúar á Austurlandi hafa ekki látið sitt eftir liggja í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Vonandi verður sama sagan nú en móttaka á kössum verður í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4 laugardaginn 4. nóvember næstkomandi frá kl. 11:30-14:00.
Lesa
01.11.2017
kl. 15:18
Jóhanna Hafliðadóttir
Tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2019-2021 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 1. nóvember 2017
Lesa