Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði

Málþingið Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði verður haldið í Félagsheimilinu Hjaltalundi föstudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Á málþinginu verður lögð áhersla á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi náttúru svæðisins, í öðru lagi menningu þess og sögu og í þriðja lagi uppbyggingu ferðaþjónustu og jafnvel annarrar atvinnustarfsemi sem byggist á menningu og náttúru svæðisins. Málþingið er hugsað sem vettvangur til að kalla saman fræðimenn, íbúa, hagsmunaaðila og áhugafólk til að fræðast og ræða um svæðið og hvernig hægt er að nýta tækifærin sem þar kunna að leynast. Það er starfshópur á vegum Fljótsdalshéraðs og Hollvinasamtök Hjaltalundar sem standa að málþinginu.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
• Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands og formaður starfshóps, – Setning
• Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur – Úthérað – falinn fjársjóður
• Skarphéðinn G. Þórisson náttúrufræðingur – Náttúra Úthéraðs
• Þuríður Elísa Harðardóttir Minjavörður Austurlands – Menningarminjar á Úthéraði
• Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur – Ekkert sprettur af engu. Jón lærði og endurreisn þekkingar á Hjaltastað
• Einar G. Pétursson rannsóknarprófessor emeritus Árnastofnun - Tíðfordríf Jóns lærða
• Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun – Tækifæri í friðlýsingum
• Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs og menningarmiðlari – Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
• Líneik Anna Sævarsdóttir formaður Hollvinasamtaka Hjaltalundar – Fólk og hús. Hjaltalundur og Hjaltastaður
• Vinnustofa

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið odinn@egilsstadir.is