Jól í skókassa - skil á laugardag

Jól í skókassa - gjafirnar fara til bágstaddra barna í Úkraínu
Jól í skókassa - gjafirnar fara til bágstaddra barna í Úkraínu

Íbúar á Austurlandi hafa ekki látið sitt eftir liggja í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Vonandi verður sama sagan nú en móttaka á kössum verður í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4 laugardaginn 4. nóvember næstkomandi frá kl. 11:30-14:00. 

Um er að ræða góðgerðarverkefni þar sem jólagjöfum er pakkað í skókassa og sendar fátækum og munaðarlausum börnum í Úkraínu.

Í kassana skal setja: fatnað, hreinlætisvörur, leikföng, ritföng og sælgæti. Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni www.skokassar.net.

Tengiliðir fyrir verkefnið á Austurlandi eru Hlín Stefánsdóttir, s: 849-9537 og Þorgeir Arason, s: 847-9289.