Fréttir

Torvald Gjerde hlýtur Menningarverðlaun SSA 2017

Á aðalfundi SSA (Sambands sveitarfélaga á Austurlandi) 29. – 30. september sl. voru að venju afhent Menningarverðlaun SSA. Kallað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og að þessu sinni hlaut þau Torvald Gjerde organisti og tónlistarkennari á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Landsmót Samfés haldið á Egilsstöðum

Helgina 6.-8. október 2017 var árlegt Landsmót Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, haldið á Egilsstöðum.
Lesa

Landsmót Samfés á Egilsstöðum

Hið árlega Landsmót Samfés fer fram um helgina, 6. október til 8. Október í Fljótsdalshéraði. Skráðir eru um 300 unglingar ásamt 80 starfsmönnum frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Lesa

Fræðslufundir fyrir foreldra 10. október

Þriðjudaginn 10. október 2017 verða haldnir kynningar- og fræðslufundir fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði. Á þeim verða kynntar niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks, sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining standa fyrir ár hvert á landsvísu.
Lesa

Viðbúnaðarstigi aflétt á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflétta viðbúnaðarstigi í umdæminu.
Lesa

Dr. Janus Guðlaugsson með fræðsluerindi í Hlymsdölum

Síðastliðinn föstudag, þann 29. september 2017, kl.15:00 var haldinn opinn fræðslufundur í Hlymsdölum, félagsmiðstöð eldri borgara, á Egilsstöðum. Fyrirlesari var Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur og lektor við Háskóla Íslands.
Lesa

Samstarf á milli líkamsræktarstöðva á Fljótsdalshéraði

CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðarstjórnum almannavarna

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Austurlandi. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.
Lesa

Sveitarfélög á Austurlandi efla eldvarnir

Undirritað var í dag, 28. september 2017, á Egilsstöðum samkomulag Eldvarnabandalagsins, Brunavarna Austurlands og aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi samkomulag um samstarf og aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits.
Lesa

Lýðheilsuganga í Dansgjá

Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Lesa