Á aðalfundi SSA (Sambands sveitarfélaga á Austurlandi) 29. – 30. september sl. voru að venju afhent Menningarverðlaun SSA.
Kallað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og að þessu sinni hlaut þau Torvald Gjerde organisti og tónlistarkennari á Fljótsdalshéraði.
Torvald fluttist til Stöðvarfjarðar árið 1993 og starfaði þar sem tónlistarskólastjóri og organisti og sömuleiðis sem organisti í Heydalakirkju. Hann fluttist svo til Fljótsdalshéraðs árið 2001 þar sem hann hefur búið síðan.
Torvald Gjerde hefur verið organisti í mörgum kirkjum og auk þess stjórnað kórum, m.a. kirkjukórum, Samkór Suðurfjarða og Kammerkór Egilsstaðakirkju. Hann hefur staðið fyrir og verið listrænn stjórnandi tónlistarstunda í Egilsstaðakirkju á sumrin en þar hafa komið fram ungir Austfirðingar sem eru í tónlistarnámi, auk þekktari flytjenda.
Torvald hefur unnið þrekvirki með störfum sínum og gefið íbúum Austurlands mikilvægt tækifæri til að taka þátt í flutningi og hlýða á og kynnast stórverkum tónbókmenntanna. Fyrir það þakkar sveitarstjórnarfólk á Austurlandi og óskar Torvald Gjerde til hamingju með Menningarverðlaun SSA.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.