Þriðjudaginn 10. október 2017 verða haldnir kynningar- og fræðslufundir fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði. Á þeim verða kynntar niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks, sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining standa fyrir ár hvert á landsvísu. Verður áhersla kynningarinnar á börn og unglinga á Fljótsdalshéraði. Þá er sérstakur gestur á seinni kynninguna Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir á Landspítalanum, sem verður með fíkniefnafræðslu.
Verða fundirnir haldnir í hátíðarsal Egilsstaðaskóla eins og hér segir:
Klukkan 17:00 – foreldrar barna í 5.-7. bekk á Fljótsdalshéraði. (Kynning frá Rannsóknum og greiningum.)
Klukkan 20:00 – foreldrar unglinga í 8.-10. bekk á Fljótsdalshéraði og í ME. (Kynning frá Rannsóknum og greiningu + fíkniefnafræðsla.)
Fíkniefnafræðslan, þar sem áhersla er lögð á notkun og áhrif fíkniefna á andlega og líkamlega heilsu ungs fólks, er sérstaklega ætluð foreldrum/forráðamönnum en foreldrar eru hvattir til að taka sína unglinga með þar sem fræðslan nýtist þeim einnig.
Eru allir foreldrar barna á þeim aldri sem um ræðir hér hvattir til að mæta og láta sig málin varða.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.