Sjötugsafmæliskaffi Héraðsbúa

Arndís Þorvaldsdóttir, sem reyndar er uppalin í Borgarfirði vestur en hefur búið á Egilsstöðum í ára…
Arndís Þorvaldsdóttir, sem reyndar er uppalin í Borgarfirði vestur en hefur búið á Egilsstöðum í áratugi, tók saman sitthvað um sögu þéttbýlisins og sagði frá.
Mynd: Gunnar Gunnarsson

Fljótsdalshérað heldur upp á afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum í ár. Í því tilefni var skráðum íbúum sveitarfélagins sem fæddir eru árið 1947 boðið ásamt mökum í veglegt afmæliskaffi á föstudaginn var á Hótel Héraði.

Arndís Þorvaldsdóttir tók saman sitthvað um sögu þéttbýlisins og sagði frá. Einnig stigu gamlir Héraðsmenn og fulltrúar sveitarfélagins í pontu og sögðu sögur hinum til skemmtunar.