Hin árlega sýning „Þetta vilja börnin sjá” á verkum íslenskra myndskreyta hefur nú verið opnuð í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningin stendur til 10. október.
Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar 24 íslenskra myndlistarmanna við samtals 33 barnabækur sem komu út á árinu 2016, ásamt bókunum sjálfum. Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og gefur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn.
Þarfir barna eru sérstaklega hafðar í huga við uppsetningu sýningarinnar, enda ljóst að viðfangsefni hennar er ætlað börnum frá byrjun.
Sýnendur í ár eru: Andri Kjartan Andersen, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Auður Þórhallsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir, Elsa Nielsen, Freydís Kristjánsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Heiðdís Helgadóttir, Katrín Matthíasdóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Lára Garðarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Lína Rut Wilberg, Logi Jes Kristjánsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, María Sif Daníelsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, Sigrún Eldjárn, Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir og Þórir Karl Bragason Celin.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.