Frábærlega hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ.
Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Að vanda verður mætt við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, að Tjarnarási 8, klukkan 18 og safnast saman í bíla. Göngurnar eru partur af afmælisdagskrá Ferðafélags Íslands og heyrir undir verkefnið Lýðheilsugöngur FÍ.
Eftir gönguna verður heitt á könnunni og eitthvað til að maula á skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Þar verður dregið út í Perluleik félagsins, fullt af flottum vinningum og mikið fjör.
Mælst er til þess að áhugasamir skrái sig á heimasíðu FÍ, bæði til að sýna hversu duglegir Héraðsbúar eru að ganga en eins til að komast í verðlaunapott sem dregið verður úr í lok verkefnisins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.