Í samhengi við stjörnurnar

Verðlaunaverkið Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilstöðum laugardaginn 2. september, klukkan 20:30.

Miðaverð 2900 kr.

Fyrir sýningu verður gestum boðið upp á grillaðar pulsur! (fer eftir veðri)

Að auki heldur Árni Kristjánsson leikstjóri sýningarinnar opna 2 klst vinnusmiðju yfir sama dag frá 16:00 til 18:00 í Sláturhúsinu. Vinnustofan ber heitið: “Týndu hlekkirnir - einfaldar leiðir til að koma skapandi verkefnum af stað.” Árni er nýkominn úr MA leikstjóranámi frá Bristol Old Vic Theatre School, og hefur einnig lokið BA gráðu í Fræðum og Framkvæmd frá Listaháskóla Íslands. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og verður gjaldfrjálst.

- - - - Dómar - - - -

Verkið var frumsýnt í vor í Tjarnarbíó og hlaut þar afbragðsdóma.

**** ,,Sterk heildarmynd og næmur leikur skilar sér í angurværri sýningu”
- Fréttablaðið 23. maí 2017
****“Gott handrit, sannfærandi leikur og framúrskarandi leiktækni”
- DV, 2. júní 2017.
,,Á frumsýningunni í Tjarnarbíó í gærkvöldi fannst mér oft að ég væri að upplifa danssýningu, myndlistargjörning eða tónverk…
- TMM, 22. maí 2017
,,Það er hreint magnað, hversu samstilltir hinir ólíku þættir sýningarinnar eru”
Kvennablaðið, 24. maí 2017.

- - - - Um verkið - - - -

Hverri ákvörðun fylgja óendanlegir möguleikar og ein leið getur útilokað aðra.

María og Ragnar hittast í grillveislu hjá sameiginlegum vini og á milli þeirra verður tenging. Síðan ekki söguna meir, nema þau kíki á barinn eftir á? Kannski eiga þau nótt saman, kannski heila ævi.

Leikritið Í samhengi við stjörnurnar (e. Constellations) kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. Höfundurinn Nick Payne byggir leikritunarformið á lögmálum skammtafræði og afstæðiskenningar.

Leikstjóri og þýðandi: Árni Kristjánsson
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Frumsamin tónlist: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Ljósahönnun og tækni: Hafliði Emil Barðason
Aðstoðarleikstjórn: Ólafur Ásgeirsson
Leikarar: Birgitta Birgisdóttir og Hilmir Jensson
Constellations by Nick Payne presented by arrangement with Nordiska ApS - Copenhagen

www.lakehousetheatre.com

Aðalstyrktaraðilar: Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Gamma og Reykjavíkurborg
Aðrir styrkaraðilar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sóknaráætlun Vesturlands og Austurlands og Guðjón Ó