07.03.2017
kl. 14:45
Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs fór fram 1. mars síðast liðinn. Fundir sem þessir eru haldnir einu sinni til tvisvar á ári.
Lesa
06.03.2017
kl. 14:20
Þjónustuhúsið á Vatnsskarði, sem Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur standa að, hefur verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2016 í flokknum arkitektúr. Hönnuður hússins er Eirik Rönning Andersen frá Zero Impact Strategies.
Lesa
02.03.2017
kl. 14:53
Helgina 4. og 5. mars verður haldið Upptöku- og útvarpsnámskeið á vegum KrakkaRÚV í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Námskeiðinu stjórnar Sigyn Blöndal.
Lesa
01.03.2017
kl. 14:32
Öskudagurinn er í dag. Eins og alltaf mætir fjöldi barna á skrifstofu sveitarfélagsins og syngur fyrir starfsfólkið sem eins og börnin klæðir sig upp í tilefni dagsins. Þegar tækifæri gefst er líka spilað undir söng barnanna.
Lesa
24.02.2017
kl. 15:06
Haddur Áslaugsson
252. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar 1. mars 2017 og hefst kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
20.02.2017
kl. 14:10
Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis – Héraðshátíð, sem fram fer á Fljótsdalshéraði dagana 9. - 13. ágúst. Hlutverk framkvæmdastjóra er m.a. að skipuleggja og stýra hátíðinni í samvinnu við stjórn og aðra aðila og vinna að fjármögnun hennar. Í ár verða 70 ár frá því Egilsstaðakauptún var formlega stofnað og er fyrirhugað að sá viðburður muni setja mark sitt á hátíðina að þessu sinni.
Lesa
15.02.2017
kl. 14:20
UN Women á Íslandi býður til dansbyltingarinnar Milljarður rís í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þann 17. febrúar klukkan 12:00 til 13:00.
Lesa
13.02.2017
kl. 14:12
Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Fljótsdalshéraðs unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Kringilsárrana. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.
Lesa
10.02.2017
kl. 14:33
Haddur Áslaugsson
251. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 15. febrúar 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
10.02.2017
kl. 12:00
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli. Tveir áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara frá Fellabæ og inn að heimreiðinni að Hreiðarsstöðum.
Lesa