Upptöku- og útvarpsnámskeið KrakkaRÚV

Helgina 4. og 5. mars verður haldið Upptöku- og útvarpsnámskeið á vegum KrakkaRÚV í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Námskeiðinu stjórnar  Sigyn Blöndal og efnið er meðal annars hugsað til flutnings í útvarpi allra landsmanna, í Stundinni okkar á Rás 1. Á námskeiðinu verður fræðst um efnistök, aðferðir, upptöku- og klippitækni, auk þess að gera skemmtilegar æfingar og vinna stutt brot útvarpsefnis. Einnig verður sýnisferð í starfsstöð RÚV á Austurlandi og krökkunum veitt innsýn í heim fréttamennskunnar. Alls munu um 30 krakkar frá sveitarfélögum á Austurlandi taka þátt í námskeiðinu.

Námskeiðið er haldið að frumkvæði Arnaldar Mána Finnssonar í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og RÚV.