Helgina 4. og 5. mars verður haldið Upptöku- og útvarpsnámskeið á vegum KrakkaRÚV í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Námskeiðinu stjórnar Sigyn Blöndal og efnið er meðal annars hugsað til flutnings í útvarpi allra landsmanna, í Stundinni okkar á Rás 1. Á námskeiðinu verður fræðst um efnistök, aðferðir, upptöku- og klippitækni, auk þess að gera skemmtilegar æfingar og vinna stutt brot útvarpsefnis. Einnig verður sýnisferð í starfsstöð RÚV á Austurlandi og krökkunum veitt innsýn í heim fréttamennskunnar. Alls munu um 30 krakkar frá sveitarfélögum á Austurlandi taka þátt í námskeiðinu.
Námskeiðið er haldið að frumkvæði Arnaldar Mána Finnssonar í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og RÚV.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.