Ráðið í starf félagsmálastjóra hjá Fljótsdalshéraði

Júlía Sæmundsdóttir var ráðin í stöðu félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs.
Júlía Sæmundsdóttir var ráðin í stöðu félagsmálastjóra Fljótsdalshéraðs.

Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið og hefur verið ákveðið að ráða Júlíu Sæmundsdóttur í starfið.

Júlía lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008. Undanfarið hefur hún lagt stund á M.A. nám frá Háskóla Íslands í rannsóknum þar sem hún hefur lagt áherslu á opinbera geirann og barnavernd.

Í dag starfar Júlía sem félagsráðgjafi, teymisstjóri og faglegur stjórnandi í Nyborg Kommune í Danmörku þar sem hún ber faglega ábyrgð á starfi barnaverndarstarfsmanna innan teymisins ásamt því að vera ábyrg fyrir samhæfingu og innleiðingu sænska módelsins.

Áður hafði Júlía starfað sem félagsráðgjafi í barnavernd Reykjanesbæjar, félagsráðgjafi í Barnavernd Kópavogs, félagsráðgjafi í Fjallabyggð og sem deildarstjóri barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum. Júlía hefur reynslu af stjórnun og rekstri í störfum sínum.