Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið og hefur verið ákveðið að ráða Júlíu Sæmundsdóttur í starfið.
Júlía lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008. Undanfarið hefur hún lagt stund á M.A. nám frá Háskóla Íslands í rannsóknum þar sem hún hefur lagt áherslu á opinbera geirann og barnavernd.
Í dag starfar Júlía sem félagsráðgjafi, teymisstjóri og faglegur stjórnandi í Nyborg Kommune í Danmörku þar sem hún ber faglega ábyrgð á starfi barnaverndarstarfsmanna innan teymisins ásamt því að vera ábyrg fyrir samhæfingu og innleiðingu sænska módelsins.
Áður hafði Júlía starfað sem félagsráðgjafi í barnavernd Reykjanesbæjar, félagsráðgjafi í Barnavernd Kópavogs, félagsráðgjafi í Fjallabyggð og sem deildarstjóri barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum. Júlía hefur reynslu af stjórnun og rekstri í störfum sínum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.