Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs
Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs

Á fundi bæjarstjórnar 5. apríl 2017 var samþykkt að sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði með sama móti og undanfarin ár. 

Að þessu sinni verður lokunin frá og með 24. júlí til og með 4. ágúst.

Svarað verður þó í síma virka daga á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnustu erindum, eftir því sem tök verða á. Flestir starfsmenn bæjarskrifstofunnar verða þó í sumarleyfi á þessum tíma og starfsemi því í lágmarki.