Skráningu á Unglingalandsmót lýkur á þriðjudagskvöld

Hjólreiðakeppni. Mynd af vefsíðu UMFÍ
Hjólreiðakeppni. Mynd af vefsíðu UMFÍ

Keppendur eru enn að skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Frestur til að skrá sig, ungmenni og vini á mótið rennur út á miðnætti á þriðjudagskvöld.

Mótið er fyrir 11-18 ára og er ekki krafa um að viðkomandi sé í ungmennafélagi eða íþróttafélagi. Og það er hægt að taka þátt í 24 mismundi greinum sem hér eru taldar upp:

Boccia - Bogfimi - Fimleikalíf - Fjallahjólreiðar - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Götuhjólreiðar - Hestaíþróttir - Knattspyrna - Kökuskreytingar - Körfuknattleikur - Motocross - Ólympískar lyftingar - Rathlaup - Skák - Skotfimi - Stafsetning - Strandblak - Sund - UÍA þrekmót - Upplestur og Íþróttir fatlaðra.

Nánari upplýsingar eru hér.