- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Unglingalandsmótið er hafið á Egilsstöðum og er bærinn fullur af fólki. Minna má á að ýmislegt er með öðru sniði en venjulega og eru allir beðnir um að gæta að og taka tillit til þess. Benda má á að Skógarlöndum lokað fyrir bílaumferð við Valaskjálf á milli Laufskóga og Dynskóga til að auðvelda ferðir fólks milli Vilhjálmsvallar og Tjarnargarðs. Strætó gengur með breyttu fyrirkomulagi og miðar þjónustan við að flytja keppendur og mótsgesti milli keppnissvæða á Egilsstöðum og Fellabæ sem og að tjaldbúðum þeirra. Umferðarhraði mili Fellabæjar og Egilsstaða verður lækkaður úr 70 niður í 50 og tímabundnar lokanir verða á Borgarfjarðarbraut (Eiðavegi) á sunnudag milli 9 og 12.
Í dag föstudag verður keppt í körfu, fótbolta, frjálsum, fjallahjólreiðum, glímu og skotfimi.
Á morgun laugardag verður það sund, karfa, fótbolti. frjálsar, þrekmót UÍA, hestaíþróttir, motocross, strandblak, frisbígolf, stafsetning, bogfimi, rathlaup, boccia og fimleikalíf
Á sunnudag - götuhjólreiðar, karfa, fótbolti, frjálsar, ólympískar lyftingar, strandblak, upplestur, skák og loks kökuskreytingar.
Nánar um hvar og hvenær má sjá hér. Ekki má gleyma að boðið er upp á ýmislegt fyrir þá sem ekki eru að keppa á unglingalandsmótinu og afþreyingardagskrána má sjá hér.
Mótsslit verða á sunnudagskvöld klukkan 23.30 á Vilhjálmsvelli með flugeldasýningu sem björgunarsveitin Hérað sér um.
Þá má benda á að opnunartími sundlaugarinnar á Egilsstöðum verður lengdur mótshelgina og er opið í sund til kl. 21.30 öll kvöldin. Athugið þó að á laugardaginn 5. ágúst, á milli kl. 8.30 og 17.30, verður keppt í sundi og sundlaugin því lokuð á þeim tíma.
Gagnlegar slóðir:
http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi
https://www.fljotsdalsherad.is/static/files/ULM/baeklingurv6.pdf
https://www.fljotsdalsherad.is/static/files/ULM/unglingalandsmo-t-2017-praktiskt.pdf