Stígum í Selskógi lokað á föstudag

Fjallahjólahjólagarpar á brautinni í Selskógi. Vonast er til að sem flestir komi og fylgist með kepp…
Fjallahjólahjólagarpar á brautinni í Selskógi. Vonast er til að sem flestir komi og fylgist með keppninni á föstudag.

Í tengslum við fjallahjólakeppni á Unglingalandsmóti UMFÍ verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli klukkan 16 og 18 eða á meðan keppni stendur á föstudaginn kemur, þann 4. ágúst.

Með því að smella á tengil hér má sjá um hvaða stíga ræðir. Auk stíga verður einnig afgirt svæði í Mörkinni þar sem hjólarar koma í mark.

Um leið og við vonumst til að íbúar og gestir fjölmenni til að horfa á alvöru fjallahjólakeppni á Fljótsdalshéraði þá þökkum við tillitsemina og vonum að þessi viðburður verði til þess að efla skóginn okkar enn frekar sem fjölbreyttan valkost til útivistar.

UMFÍ, UIA og Fljótsdalshérað