13.09.2016
kl. 13:36
Haddur Áslaugsson
Um þessar mundir dvelur Billie Hanne dansari og danshöfundur í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhússins. Billie kemur frá Belgíu og starfar sem danslistamaður og kennir um allan heim. Hún segist hafa komið til Íslands í leit að innblæstri og frið til að vinna að list sinni. Billie sækir sérstaklega að vinna með óhefðbundin rými og er því einkar hrifinn af Sláturhúsinu.
Lesa
08.09.2016
kl. 19:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Útsvar vetrarins á RÚV hefst föstudaginn 9. september með látum því Fljótsdalshérað mætir Fjarðabyggð. Útsendingin hefst klukkan 20.
Lesa
08.09.2016
kl. 18:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 7. september var eftirfarandi bókun gerð og samþykkt samhljóða.
Lesa
08.09.2016
kl. 14:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna tengingar á nýrri stofnlögn Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður heitavatnslaust á ÖLLU veitusvæði hitaveitunnar sunnudaginn 11. september frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Einnig er bent á að sundlauginn verður lokuð frá klukkan 10 vegna framkvæmdanna.
Lesa
07.09.2016
kl. 19:05
Jóhanna Hafliðadóttir
Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 8.september. Við á Bókasafni Héraðsbúa ætlum að nota tækifærið þann dag og afhenda 12 viðurkenningar til krakka sem tóku þátt í Sumarlestrinum á safninu.
Lesa
07.09.2016
kl. 11:53
Jóhanna Hafliðadóttir
Haldið verður námskeið í samtímadansi fimmtudaginn 8. september frá 16:00 til 18:00 í Sláturhúsinu. Námskeiðið er á vegum Vegahússins í samstarfi við Menningamiðstöð Fljótsdalshéraðs. Það er ætlað áhugasömum ungmennum á aldrinum 13-25 ára og er ókeypis.
Lesa
05.09.2016
kl. 09:35
Jóhanna Hafliðadóttir
242. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 7. september 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
02.09.2016
kl. 09:35
Jóhanna Hafliðadóttir
Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að samkvæmt 92. grein barnaverndarlaga (nr. 80/2002) styttast útivistartímar barna og unglinga þann 1.september
Lesa
31.08.2016
kl. 13:58
Jóhanna Hafliðadóttir
Á morgun fimmtudaginn 1. september breytist opnunartími Sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Þar verður opnað klukkan 6:30 virka daga og lokað klukkan 20:30 en laugardag og sunnudaga verður opið frá klukkan 10:00 til 17:00.
Lesa
26.08.2016
kl. 11:41
Jóhanna Hafliðadóttir
Félagsmiðstöðin Nýung er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta opnunin verður mánudaginn 29. ágúst klukkan 19:30-22:00. Fastar opnanir fyrir unglinga í 8.-10. bekk verða á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19:30–22:00 og á föstudögum frá klukkan 19:30-22:30.
Lesa