10.11.2016
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Að undanförnu hefur sveitarfélagið Fljótsdalshérað verið í samskiptum við Orkustofnun, m.a. vegna orkuflutninga til og frá Austurlandi og orkuframleiðslu á svæðinu.
Bæjarráð hefur lýst yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu, í samráði við landeigendur.
Lesa
07.11.2016
kl. 11:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til almenns borgarafundar í ráðstefnusal Egilsstaðaskóla (2. hæð) þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 20:00. Þar verður kynnt fjárhagsáætlun ársins 2017, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018 – 2020.
Lesa
07.11.2016
kl. 08:50
Haddur Áslaugsson
Hér er hægt að sækja um starf hjá Fljótsdalshéraði sem ekki hefur verið sérstaklega auglýst.
Lesa
04.11.2016
kl. 12:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Jasshátíð Egilsstaða verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Sláturhúsinu og hefst hún kl. 20.00.
Lesa
03.11.2016
kl. 09:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Þann 27. nóvember verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu. Þetta stökk var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum.
Lesa
03.11.2016
kl. 09:02
Jóhanna Hafliðadóttir
Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2018-2020 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 2. nóvember 2016 og er byggð á grunni þess fjárhagsramma sem nefndum sveitarfélagsins var ætlað að laga sig að í endanlegri áætlanagerð. Áætlað er að seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina fari fram þann 16. nóvember.
Lesa
31.10.2016
kl. 10:54
Jóhanna Hafliðadóttir
Daga myrkurs er minnst um allt Austurlands í þessari viku með margs konar viðburðum. Á Fljótsdalshéraði er ýmislegt um að vera eins og hér fyrir neðan má sjá. Má þar nefna fjölskylduhjólaferð og rökkurrathlaup, draugasöguupplestur, íslensk-norsk útsaumssýning, villiréttahlaðborð og útgáfu- og afmælistónleikar, jasshátíð, leiklistarhátíð fyrir fullorðna, opið hús í Húsó og sýningin Plastfljótið.
Lesa
28.10.2016
kl. 15:26
Jóhanna Hafliðadóttir
246. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. nóvember 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Lesa
28.10.2016
kl. 09:29
Jóhanna Hafliðadóttir
Í dag, föstudaginn 28. október kl. 14.00 verður þjónustuhús á Vatnsskarði, fyrir ferðamenn, formlega tekið í notkun. Þjónustuhúsið stendur á vesturbrún skarðsins, í um 400 metra hæð, þar sem útsýni er yfir Héraðsflóann, yfir í Smjörfjöll og inn Héraðið þar sem jafnvel má sjá glitta í Snæfellið í góðu skyggni.
Lesa
26.10.2016
kl. 17:46
Jóhanna Hafliðadóttir
Alyona Perepelytsia danskennari verður með kynningu á dansnámskeiði fyrir unglinga og fullorðna í Sláturhúsinu menningarsetri föstudaginn 28. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að Alyona bjóði upp á dansnámskeið sem hefjast 2. nóvember og standi fram að jólum.
Lesa