Þann 27. nóvember verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu. Þetta stökk var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá Vilhjálmi og er hann eini Íslendingurinn sem hefur náð öðru sæti í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum.
Af þessu tilefni hefur verið reistur minnisvarði um þetta glæsilega afrek Vilhjálms á flötinni fyrir framan Vilhjálmsvöll. Minnisvarðinn sýnir í fullri stærð lengd stökksins 16.25 metrar og ber hann heitið „Silfurstökkið“.
Afhjúpun minnisvarðans fer fram með athöfn laugardaginn 5. nóvember klukkan 15:00 við Hettuna á Egilsstöðum.
Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs. Verkið er útfært af Vilhjálmi í samvinnu við MSV og VHE. Eftirtalin fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök styrktu verkefnið:
Fljótsdalshérað, Íþróttafélagið Höttur, MSV stál & vélar, VHE vélaverkstæði, Rotarý á Egilsstöðum, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Efla verkfræðistofa, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Betra bak, Brúnás innréttingar, Vaskur, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan, MVA, Islingua, Jónsmenn, PES vefum og hönnum, Alcoa, Ungmenna og íþróttasamband Austurlands, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.