26.09.2016
kl. 15:18
Jóhanna Hafliðadóttir
Minjastofnun Íslands friðlýsir Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll.
Lesa
26.09.2016
kl. 13:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, ásamt starfsfólki tók nýverið við viðurkenningunni Mannauður ársins frá Ólafi Þór Ævarssyni, geðlækni og öðrum sérfræðingum Forvarna að viðstaddri Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. Forvarnir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sálfélagslegri vinnuvernd og forvörnum gegn streitu og kulnun í starfi.
Lesa
23.09.2016
kl. 10:05
Jóhanna Hafliðadóttir
Upplýsingar um námskeið og tómstundastarf fyrir börn og unglinga sem haldin verða nú í vetur á vegum nokkurra aðila eru aðgengilegar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs
Lesa
22.09.2016
kl. 09:51
Jóhanna Hafliðadóttir
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem er haldin annað hvert ár og fer nú fram í fimmta sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, menningarráða og fleiri aðila á landsbyggðinni. Hvaða hópur ungmenna sem er getur tekið þátt í þeim landshlutum þar sem verkefnið er í boði. Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik. Umsóknarfrestur hópa um að fá að vera með rennur út 30. september
Lesa
22.09.2016
kl. 09:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Skotæfingasvæði á Eyvindarárdal, Fljótsdalshéraði er lokað 24. september allan daginn vegna smalamennsku.
Lesa
20.09.2016
kl. 16:30
Jóhanna Hafliðadóttir
Námskeið um ábyrgð byggingastjóra verður haldið á Reyðarfirði föstudaginn 30. september og laugardaginn 1. október. Námskeiðið sem haldið er í samvinnu við Mannvirkjastofnun verður í húsnæði Austurbrúar, Búðareyri 1.
Lesa
19.09.2016
kl. 18:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Stuttur kynningarfundur um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Nýungar verður haldinn annað kvöld, þriðjudaginn 20. september. Fundurinn er fyrir foreldra barna á unglingastigi í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.
Lesa
16.09.2016
kl. 16:43
Jóhanna Hafliðadóttir
243. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, þriðjudaginn 20. september 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
15.09.2016
kl. 18:25
Jóhanna Hafliðadóttir
Finnskt ungbarnaleikhús heimsækir Sláturhúsið á laugardag með sýningu sem var frumsýnd í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 2014. Sýningin sem nefnist
"Ég hlusta á vindinn" er finnsk/íslensk sýning sérsniðinn að ungbörnum.
Lesa
14.09.2016
kl. 10:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Fíkniefnafræðsla, með áherslu á notkun og áhrif fíkniefna á andlega og líkamlega heilsu ungs fólks, verður haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum á laugardag. Fræðslan er sérstaklega ætluð foreldrum/forráðamönnum, starfsfólki stofnanna og þjálfurum barna og ungmenna.
Lesa