Fréttir

„Fjölmenning eða fordómar?“ í Egilsstaðaskóla

Rauði krossinn, foreldrafélag Egilsstaðaskóla og Egilsstaðaskóli bjóða foreldrum skólabarna á fyrirlesturinn „Fjölmenning eða fordómar?“ í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 26.október 2016 kl. 17:30.
Lesa

Ræsing á Fljótsdalshéraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Fljótsdalshérað og Alcoa, efndu til samkeppni í vor vor um góðar viðskiptahugmyndir, undir yfirskriftinni Ræsing á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Haldið verður skáknámskeið fyrir börn og unglinga 4.- 5. nóvember í félagsmiðstöðinni Nýung, ef næg þátttaka fæst. Kennari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson, fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skólaskák.
Lesa

KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Mánudaginn 24. október næstkomandi, hyggjast konur um land allt leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um „kjarajafnrétti strax“. Fljótsdalshérað gerir ekki athugasemdir við það að konur sem starfa hjá sveitarfélaginu taki þátt í þessu og mun ekki skerða launagreiðslur til þeirra vegna viðburðarins.
Lesa

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við Alþingiskosningar þann 29. október 2016. Við Alþingiskosningar þann 29. október 2016 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í; Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 22.00
Lesa

Menningarhús á Fljótsdalshéraði - Viljayfirlýsing undirrituð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 14. október 2016 tillögu Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um gerð viljayfirlýsingar um áframhaldandi samstarf um undirbúning og fjármögnun að byggingu menningarhúss á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Viljayfirlýsing varðandi málið var undirrituð á Egilsstöðum af mennta- og menningarmálaráðherra og Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs sunnudaginn 16. október 2016.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni

245. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 19. október 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum
Lesa

Fljótsdalshérað óskar eftir tilboði

Fljótsdalshérað óskar eftir tilboði í að skipta um þakklæðningu á húsnæði þjónustumiðstöðvar Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 9, Egilsstöðum.
Lesa

Strengjamót á Egilsstöðum um helgina

Dagana 14. til 16. október heldur Tónlistarskólinn á Egilsstöðum strengjamót. Nemendur á strengjahljóðfæri (fiðlu, víólu, selló og kontrabassa) af öllu landinu mæta og eiga góða helgi saman við leik og störf. Allir eru velkomnir á tónleikana í lokin sem verða klukkan 13 á sunnudag í Egilsstaðaskóla og aðgangur er ókeypis.
Lesa

Upplýsingar á pólsku og ensku komnar á vefinn

Á nýuppfærðum vef Fljótsdalshéraðs er hægt að nálgast upplýsingar um þjónustu í sveitarfélaginu bæði á pólsku og ensku. Na zaktualizowanej stronie internetowej miasta można znaleźć informacje w języku polskim i angielskim o usługach świadczonych przez miasto. Fljótsdalshérað has a new website with information about services in the municipality, in English and Polish as well as Icelandic.
Lesa