Dagana 14. til 16. október heldur Tónlistarskólinn á Egilsstöðum strengjamót. Nemendur á strengjahljóðfæri (fiðlu, víólu, selló og kontrabassa) af öllu landinu mæta og eiga góða helgi saman við leik og störf.
Strengjamót eru haldin á um það bil tveggja ára fresti og er þetta í fyrsta sinn sem það er haldið á Austurlandi. Von er á um 80 nemendum og 30 kennurum, foreldrum og fararstjórum. Æft verður í þremur sveitum eftir aldri og getu og mótinu lýkur með tónleikum í Egilsstaðaskóla sunnudaginn 16. október kl. 13.00.
Það er mikil tilhlökkun í nemendum og þeim sem halda utan um mótið. Svona mót eru alltaf mjög skemmtileg og þarna verða til ógleymanlegar minningar. Allir eru velkomnir á tónleikana í lokin og aðgangur er ókeypis á þá.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.