Fréttir

Bæjarstjórnarbekkurinn á jólamarkaði Barra

Að venju verður boðið upp á bæjarstjórnarbekkinn á jólamarkaði Barra á Valgerðarstöðum. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að nota tækifærið og koma erindum sínum og áherslum á framfæri við bæjarráð.
Lesa

Menningarstyrkir: Umsóknarfrestur 16.des.

Umsóknarfrestur um menningarstyrki á árinu 2017 rennur út 16. desember.
Lesa

Jólaleyfi bæjarstjórnar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs var samþykkt að jólaleyfi bæjarstjórnar verði að þessu sinni frá og með 8. desember 2016 og til og með 4. janúar 2017.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

248. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 7. desember 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað kallar eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins vegna gerðar nýrrar umferðaröryggisáætlunar. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt með því að senda inn ábendingar fyrir 13. janúar 2017
Lesa

Dyrfjallaverkefnið fékk Umhverfisverðlaunin

Verkefnið Dyrfjöll – Stórurð, gönguparadís hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu fyrir árið 2016. Verðlaunin voru afhent á Ferðamálaþingi sem haldið var í Hörpu í gær, 30. nóvember. Verkefnið var unnið í samstarfi tveggja sveitarfélaga, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs,
Lesa

Kristín Atladóttir í Menningarmiðstöðina

Kristín Amalía Atladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá og með 1. janúar 2017. Kristín tekur við starfinu af Unnari Geir Unnarssyni sem gengt hefur því undanfarin misseri.
Lesa

Aðventutónleikar Kammekórsins á sunnudag

Hinir árlegu tónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju verða haldnir sunnudaginn 27. nóvember klukkan 17:00 í Egilsstaðakirkju. Á dagskrá eru þekktar aðventu- og jólaperlur, einsöngur og hljóðfæraleikur. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde.
Lesa

Aðventan í Sláturhúsinu

Dagskrá Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á aðventunni hefst með ljóðalestri – og minnt er á að síðasti dagurinn til að sjá Sögusýningu Leikfélagsins er 2. desember.
Lesa

Gjaldtaka fyrir innskráningu með GSM símum

Borist hafa fréttir af því að sum símafyrirtæki hyggist taka upp gjald fyrir innskráningu á þjónustusíður með GSM símum. Af því tilefni vill Fljótsdalshérað benda á að áfram verður hægt að skrá sig inn á íbúagátt og funda- og starfsmannagátt sveitarfélagsins með íslykli og rafrænum skilríkjum á korti, íbúum og starfsmönnum að kostnaðarlausu.
Lesa