Kristín Atladóttir í Menningarmiðstöðina

Kristín Amalía Atladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá o…
Kristín Amalía Atladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá og með 1. janúar 2017.

Kristín Amalía Atladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá og með 1. janúar 2017. Kristín tekur við starfinu af Unnari Geir Unnarssyni sem gengt hefur því undanfarin misseri.

Kristín er með BA gráðu í leikhúsfræðum frá University og Glasgow auk þess sem hún stundaði framhaldsnám í kvikmynda- og leikhúsfræðum við Stockholms Universitet. Hún hefur einnig meistaragráðu í félagshagfræði með áherslu á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði og doktorsgráðu í menningarhagræði.

Kristín hefur starfað með leikhópum, komið að framleiðslu kvikmynda og setið í stjórnum ýmissa félaga á menningarsviðinu. Þá hefur hún komið að kennslu við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst, Kvikmyndaskóla Íslands og Tækniskóla Íslands. Hún hefur störf 1. janúar 2017.