Aðventutónleikar Kammekórsins á sunnudag

Kammerkór Egilsstaðakirkju heldur tónleika í kirkjunni á sunnudag klukkan 17.
Kammerkór Egilsstaðakirkju heldur tónleika í kirkjunni á sunnudag klukkan 17.

Hinir árlegu tónleikar Kammerkórs Egilsstaðakirkju verða haldnir sunnudaginn 27. nóvember klukkan 17:00 í Egilsstaðakirkju. Á dagskrá eru þekktar aðventu- og jólaperlur, einsöngur og hljóðfæraleikur. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde.

Aðgangseyrir er kr. 1.500, en öryrkjar, eldri borgarar og námsmenn greiða kr. 1.000 og frítt fyrir grunnskólabörn. Aðeins er hægt að greiða með reiðufé.