Gjaldtaka fyrir innskráningu með GSM símum

Borist hafa fréttir af því að sum símafyrirtæki hyggist taka upp gjald fyrir innskráningu á þjónustusíður með GSM símum. 

Af því tilefni vill Fljótsdalshérað benda á að áfram verður hægt að skrá sig inn á íbúagátt og funda- og starfsmannagátt sveitarfélagsins með íslykli og rafrænum skilríkjum á korti, íbúum og starfsmönnum að kostnaðarlausu.

GSM leiðin verður jafnframt aðgengileg fyrir þá sem það kjósa, en gjaldtakan er háð ákvörðunum símafyrirtækis notenda og því ekki á valdi sveitarfélagsins.