Fréttir

Bæjarstjórn í beinni

249. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 18. janúar 2017 og hefst hann klukkan 17:00.
Lesa

Föstudagur 13. og opnað í Stafdal

Skíðasvæðið í Stafdal opnar í dag, föstudaginn 13. janúar klukkan 17:00. Fínn snjór er kominn í brekkurnar og búið að troða svæðið. Frítt er á skíðasvæðið í dag eins og alltaf á fyrsta degi opnunar.
Lesa

Jólatré hirt á Fljótsdalshéraði

Jólatré íbúa á Egilsstöðum, Eiðum, Hallormsstað og í Fellabæ, verða fjarlægð föstudaginn 13. janúar að því tilskyldu að þau séu vel sýnileg og við lóðamörk. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á gámavellinum í Tjarnarási.
Lesa

Helga Jóna íþróttamaður íþróttamaður Hattar 2016

Afreksíþróttamenn á Fljótsdalshéraði voru heiðraðir á Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs í Tjarnargarðinum síðdegis. Íþróttamaður ársins árið 2016 var Helga Jóna Svansdóttir frjálsíþróttakona.
Lesa

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 krónur og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Lesa

Þrettándagleðin í Tjarnargarðinum

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, föstudaginn 6. janúar. Kyndlaganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15. Gengið verður inn í Tjarnargarðinn og kveikt verður í bálkesti klukkan 17:30.
Lesa

Áramótabrenna og ekki tekið við meira timbri

Áramótabrenna verður að venju tendruð klukkan 16:30 á gamlársdag á Egilsstaðanesi. Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að ekki er tekið við timbri í brennuna frá og með deginum í dag, 29. desember.
Lesa

Keppt um Ómarsbjölluna í Fellaskóla

Á jólaþemadegi í Fellaskóla fór fram keppni um Ómarsbjölluna en sem kunnugt er hún varðveitt í vetur á Fljótsdalshéraði eftir frækinn sigur liðsins í Útsvari síðastliðið vor. Öllum nemendum skólans var skipt upp í fimmtán lið og voru 7 nemendur á öllum aldri í hverju liði.
Lesa

Jól og áramót – opnunartími og viðburðir

Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á Þorláksmessu, vegna orlofstöku starfsmanna. Aðra virka daga um hátíðarnar verða skrifstofurnar opnar með hefðbundnum hætti. Margir starfsmenn nýta sér þó þennan tíma til að taka ónýtta orlofsdaga, svo að búast má við skertri þjónustu af þeim sökum.
Lesa

Jólalokun í Íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum lokar klukkan 17 á Þorláksmessu og þar verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og nýjársdag. Þá verður sundlaugin lokuð á gamlársdag en opið í Héraðsþreki frá 10 til 12.
Lesa