Skíðasvæðið í Stafdal opnar í dag, föstudaginn 13. janúar klukkan 17:00. Fínn snjór er kominn í brekkurnar og búið að troða svæðið. Frítt er á skíðasvæðið í dag eins og alltaf á fyrsta degi opnunar.
Snjór um víða veröld, „World Snow Day,“ verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. janúar á átta skíðasvæðum víðs vegar um landið og þar á meðal í Stafdalnum. Tilgangurinn með deginum er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivistar í óspilltri náttúru. Í tilefni dagsins fá allir krakkar frítt á skíði í Stafdal. Leikjabraut verður opin og heitt kakó í boði til að ylja sér við.
Upplýsingar um skíðasvæðið í Stafdal má finna á http://stafdalur.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.