Bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs verða lokaðar á Þorláksmessu, vegna orlofstöku starfsmanna. Aðra virka daga um hátíðarnar verða skrifstofurnar opnar með hefðbundnum hætti. Margir starfsmenn nýta sér þó þennan tíma til að taka ónýtta orlofsdaga, svo að búast má við skertri þjónustu af þeim sökum.
Hið árlega jólaball sem haldið er á vegum Lionsklúbbsins Múla og Fljótsdalshéraðs
verður í íþróttahúsinu í Fellabæ þriðjudaginn 27. desember frá klukkan 17 til 19.
Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar og Fljótsdalshéraðs verður á Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni klukkan 16:30 og flugeldasýningin hefst klukkan 17:00.
Þrettándagleði og álfabrenna sem haldin er í samstarfi Hattar og Fljótsdalshéraðs verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum 6. janúar. Skrúðganga og blysför verður frá íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15, en kveikt verður í brennunni um klukkan 17:30.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.