Þrettándagleðin í Tjarnargarðinum

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, föstudaginn 6. janúar. Kyndlaganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 17:15. Gengið verður inn í Tjarnargarðinn og kveikt verður í bálkesti klukkan 17:30. Björgunarsveitin á Héraði verður með sölu á kyndlum við íþróttamiðstöðina fyrir gönguna á 1.000 krónur stykkið.

Í Tjarnargarðinum verður afreksíþróttafólk Hattar heiðrað ásamt því að veitt verða starfsmerki Hattar. Að lokum verður glæsileg flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar.

Styrktaraðilar Þrettándagleðinnar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn.