Jólatré íbúa á Egilsstöðum, Eiðum, Hallormsstað og í Fellabæ, verða fjarlægð föstudaginn 13. janúar að því tilskyldu að þau séu vel sýnileg og við lóðamörk. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á gámavellinum í Tjarnarási.
Flugeldaleifar er víða að finna eftir síðustu daga og eru íbúar hvattir til að henda þeim í ruslið svo þær grotni ekki niður þar sem skotið var upp í görðum, á götum eða opnum svæðum.
Megnið af flugeldaleifunum er plast, pappi, tré og leir, sem óhætt er að setja í almennt rusl en ósprungnir skoteldar eiga af fara í spilliefnaílát á gámavellinum. Stærri kökur eru mögulega of fyrirferðarmiklar í heimilistunnunni og þær er hægt að fara með á gámavöllinn.
Þeir sem skutu upp ættu að fara létt með að ganga frá eftir sig!
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.