Ábyrgð byggingastjóra, námskeið á Reyðarfirði

Námskeið um ábyrgð byggingastjóra verður haldið á Reyðarfirði föstudaginn 30. september og laugardaginn 1. október. Námskeiðið sem haldið er í samvinnu við Mannvirkjastofnun verður í húsnæði Austurbrúar, Búðareyri 1. Kennarar eru Magnús Sædal, byggingafulltrúi og Gunnar Pétursson, lögfræðingur.

Í fréttatilkynningu segir:
„Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar og stýra byggingaframkvæmdum í samræmi við samþykktir, lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þá um ábyrgð sína og skyldur sem byggingarstjórar. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld. Farið yfir hlutverk byggingarstjóra við verkframkvæmdir og meðhöndlun uppdrátta, lög, reglugerðir, tryggingar og tryggingaslit. Kynnt gildi og framkvæmd úttekta, s.s. áfanga-, fokheldis, stöðu- og lokaúttektir. Á námskeiðinu er kynnt og afhent Byggingarstjóramappa, en hún er vísir að gæðakerfi fyrir byggingarstjóra. Í nýjum mannvirkjalögum er gert ráð fyrir því að byggingarstjórar hafi gæðakerfi vegna starfa sinna. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun. Námsmat: 100% mæting.“

Skráning og nánari upplýsingar eru á vefnum http://idan.is/oll-namskeid/bygginga-og-mannvirkjagreinar-namskeid