Jasshátíð Egilsstaða

Jasshátíð Egilsstaða hefur verið haldin árlega síðan 1988 og er þar með elsta djasshátíð á Íslandi.
Jasshátíð Egilsstaða hefur verið haldin árlega síðan 1988 og er þar með elsta djasshátíð á Íslandi.

Jasshátíð Egilsstaða verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Sláturhúsinu og hefst hún kl. 20.00.

Eftirfarandi aðilar koma fram á tónleikunum:
• Elísabet Ormslev, ein efnilegasta söngkona landsins sem gerði það gott í The Voice.
• Anya, efnilegasta tónlistarkona Austurlands aðeins 16 ára að aldri. Hún kemur frá Fáskrúðsfirði.
• Halldóra Malin, söng- og leikkona frá Seyðisfirði sem hefur sungið jazz lengi.
• Öystein Gerde, þessi frábæri gítarleikari frá Egilsstöðum leikur tónlist eftir sjálfan sig.
• Jón Hilmar ásamt hljómsveit sinni ásamt söngvurum.
• Máni & The Roadkillers, frábær hljómsveit frá Egilsstöðum sem spilar eigið efni.