Að undanförnu hefur sveitarfélagið Fljótsdalshérað verið í samskiptum við Orkustofnun, m.a. vegna orkuflutninga til og frá Austurlandi og orkuframleiðslu á svæðinu.
Bæjarráð hefur lýst yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu, í samráði við landeigendur.
Í framhaldi af því auglýsir Fljótsdalshérað eftir hugmyndum að slíkum virkjanakostum innan sveitarfélagsins, sem taka mætti til frumathugana, í samstarfi við viðkomandi landeigendur og með mögulegri aðkomu starfsmanna Orkustofnunar.
Ábendingar og upplýsingar um þessa virkjunarkosti má senda á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12 Egilsstöðum og einnig má senda þær rafrænt á netfangið egilsstadir@egilsstadir.is. Sveitarfélagið mun síðan taka þessar hugmyndir saman og koma þeim til Orkustofnunar til frekari úrvinnslu.
Áhugasamir landeigendur eru sérstaklega hvattir til að skoða þá smávirkjanakosti sem kunna að vera til staðar á þeirra landi, og nýta sér þekkingu starfsmanna Orkustofnunar til að áætla hagkvæmni þeirra.
F.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Björn Ingimarsson bæjarstjóri.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.